Sunday, November 26, 2006

Sögutími.

Hæ.
Ég fór með Aldísi, Sylvíu, Guggu og dróg Heiðrúnu með úr skólanum, á djammið á föstudaginn. Þetta byrjaði sem áætlun um húrrandi rugl hjá okkur Al og Syl... en endaði sem fínasta dans kvöld. Fórum á Prikið, þar sem Danni var að spila - hann er alltaf niceness. Við eins og alltaf komum okkur fyrir á miðju dansgólfinu... og biðum bara eftir einhverjum tónum til að hrista á okkur rassinn við. Haha. Áður en við vissum af vorum við flestar farnar að haga okkur eins og dumbos, held að ég hafi verið öflugust í asnalátunum samt - af hverju endar það alltaf þannig?

Af því ég er FRESH!! Hahaha... ha.. ha.

Kíktum svo á Hverfisbarinn þar sem Erpur og U-fresh voru með Block party... og Dddddddaaaaamn. Unnar spilaði meiraðsegja Ya aint nothing but a hoochie mama... work dat, work dat, hoochie mama. Shit, hvað það var óendanlega fresh. Ég gæti liggur við lokið frásögn minni á kvöldinu með þeim orðum. Spikfeitt shit.

En ég ætla að babbla aðeins meira. haha. Við dönsuðum af okkur rassgatið, þó það eigi helst við Aldísi - I dont know how it stays on during all that booty poppin! Erpur átti definetly kvöldið, það var nógu erfitt að dansa allan tíman, en að þurfa að hlæja að bröndurunum hans var alveg killin it. Við lentum í óþægilegustu samskiptum í heimi við einhverja helv. fm hnakka. Djöfull er þetta jakkafatalið súrt. Sorrý, ég HATA þetta lið. Vá, hvað þetta var nauðsynlegt. Þetta eru dónalegustu andskotar á Íslandi. Rífandi í rassinn á manni og dansandi upp í manni... og heyra ekki þegar maður segir nei, og skilja ekki einu sinni ef maður fokkin ýtir í þá - mörgum sinnum. Ég mæti næst með haglabyssu á djammið.

Ef ég legg reiðina aðeins á hilluna, þá var alveg heavy gaman, svo gaman að við teygðum á eftir djammið! Hah! Á bílastæðinu reyndar þar sem enginn sá auðvitað, hehe. I love my girls, yo. Ég á í alvörunni bestu vinkonur í öllum geiminum, veit ekki hvernig við fundum hver aðra.


Jólin eru að koma, og ég er án gríns farin að hlakka ferlega mikið til. Það hefur ekki skeð lengi, ég finn svo fyrir þeim núna. Fjölskylda, Stjáni, vinir, kettir... þetta er allt svo skemmtilegt lið. Og maturinn lawd lawd. En það er ekkert eins nice eins og að hafa tíma alveg út af fyrir sig til að hanga með fólki sem manni finnst gaman að hanga með. Yep... doesn't get much better than that.

En ég held ég sé að fara að gera eitthvað annað, peace...

Saturday, November 18, 2006

Fonky donkey... ekki slangrid, heldur alvoru donkey.

Á maður að reyna að blaðra kl. hálf 10 á föstudagskvöldi?
Það er alveg spurning. JD DP One er á Nasa á eftir, og Danni hitar upp fyrir hann. Ég hata ekki Danna. Vægast sagt. Andskotans bakið á mér er samt að versna þannig að ég veit ekki hvernig ég verð í kvöld... langar að dansa.

Fataskápurinn minn er sprunginn eftir new york ferðina, ég á alltof mikið af skóm og fötum. Herbergið er í alvöru undirlagt af dóti. Og ég kem mér ekki í það að byrja að koma þessu fyrir... þú myndir alveg hika sjálf/ur. Þetta er madness. Jákvætt madness í mínum augum, en yo, það er pæling hvort maður ætti að chilla aðeins. And I am!

Fór með Aldísi í kringluna áðan, keyptum okkur nammi - hentum öllum krökkunum útúr nammilandi og sturtuðum í pokana okkar. Löbbuðum svo hring um kringluna, það er alveg ótrúlegt hvað mér finnst allar búðir hérna asnalegar. Engin finnst mér hafa stíl, eða vera fly. Ég er komin alveg aftur í 1980-85 skilgreininguna á FLY og FRESH. Þá auðvitað hiphop skilgreininguna... og ég hallast ekkert að the parliament funkadelic biluninni. Rick James er líka aaaaaalveg way off. Fatalega séð s.s, cuz I'll always be Rick James, bitch.
En DAMN, var að ýta enn meira undir þetta hjá mér með að horfa á Just for kicks, heimildarmyndina í rauninni, um sneakers. Woooohh, fólk var keepin it funky back then. Þeir kenndu manni að þrífa skóreimar "rétt"... cuz they cant be dirty. Damn damn damn. En litirnir, samsetningarnar, fönkið á þesssu liði. Im on it... like crack.

Speakin of crack, þá er kisan mín að haga sér furðulega í frostinu. Hún kemur inn frosin á tánum, bókstaflega, og mjálmar og mjálmar eins og mesta frekja. Við erum ÖLL búin að hlaupa fram og til baka um húsið með hana til að athuga hvort hún vilji mat, vatn, þetta, hitt... og ekkert virkar. Kisa bara syngur og syngur, hátt. Við erum eiginlega komin að þeirri niðurstöðu að hún sé bara pirruð hahaha. Tiktúrurnar í þessari kisu, ég elska hana. Ég spjalla alltaf við hana þegar hún fær svona samskiptaþörf og það eru fyndnustu samræður í heimi. Stjáni elskar að hlæja að henni. En pabbi hinsvegar þakkar guði fyrir það þegar hún sofnar, og gerir allt til að vekja hana ekki. Hahaha. Svo ráfar Rafael um gólf og veit ekki neitt eins og fyrri daginn. Það er líka eins og þau verði loðnari á veturna, það er alveg ótrúlega gaman að lúlla hjá þeim, núna er í alvörunni eins og ég eigi bara tvo feita bangsa. Og mæti líka alltaf of seint í skólann ef þau koma að kúra hjá mér á morgnana - það er eitthvað mömmueðli í mér og ég verð bara að passa að kisunum mínum sé hlýtt á loppunum eftir að þau koma inn úr frostinu. Jájá, skrifa það bara á móðureðlið.

Talandi um það þá rifjaðist það upp fyrir mér í dag í asnalegustu adidas búð í heimi í kringlunni í dag að mig langaði fyrst í krakka held ég þegar ég sá litla shell toes. Hehe. Ég er samt ekkert í barneignarpælingum ef þú ert wondering.

Jákvæð er hún, vinkonan... ég ætla að fara með minn gagnrýnandi rass upp og fá mér vatn og ... uhh?