Friday, January 19, 2007

Who's that lookin in my window?

plaow... nobody now.

Goodie goodie.

Veistu, Dave Chappelle er snillingur. Ég hef svo mikið álit á manninum. Hann er fyndnasti andskoti í heimi, ég held ég hafi ekki séð eitt stand up með honum sem hefur verið leiðinlegt. Þó það sé svona eitt og eitt skit í Chappelle show sem ég er ekkert hoppandi í hringi útaf. En ég ætla heldur ekkert útí það því ég elska hann alltof mikið. Hann er ekki bara bullandi eins og svo margir af þessum shithead comics - hann er búinn að velta sér upp úr menningu og mannréttindamálum for ages og hann flippar þessu svo óvænt á mann alltaf. Comedy er nr. 1 hjá mér þessa dagana. Óóóóóóójá uppá hillu, right next to my fleetwoods.

Dansinn byrjaði í þessari viku, báðir hópar troðfullir og frábærir. Ótrúlega hressar og skemmtilegar stelpur í byrjendahópnum, það er svo gaman að mæta til að kenna fólki sem virkilega vill læra. Framhaldshópurinn er svo bara að verða þéttari og þéttari, ég get ekki lýst því hvað mér finnst gaman að dansa með þeim. Og komin heilbrigð samkeppni í innsta hringinn og svona, þetta er almennilegt!

Vá, ég var akkúrat að gleyma þriðja umræðuefninu.

Barinn á morgun! Trangle productions kvöld + steve sampling. Nice.

Wednesday, January 10, 2007

*****poppin and shakin... bringin home the bacon.

Ying Yang and Bun B.
Git git git git git git, GIT IT GIRL.

Þá er bara komið nýtt ár. Það eru allir að gera svona mánaðarrúllupóst... það er ekki fræðilegur möguleiki að ég muni allt sem skeði á síðasta ári. Mig langar alveg semi að skrifa þetta samt, og muna. Þess vegna kom ég hingað. Aahh, 2006 var bara niceness, er það ekki bara? En 2007 verður bananas. Ég hef aldrei verið jafn viss um hvert ég vil fara og ákveðin í að keyra dansinn á annað level, það er svo mikið sem mig langar að gera.

SHIT IS DANGEROUS!

Ég get ekki hætt að spila Candy með Cameo... lets get this started now. Fáránlega smooth.

Ég gaf Stjána gistingu á Hótel Heklu 4.-7. jan í afmælisgjöf, það var ótrúlega gaman. Við mættum um 5 á fimmtudeginum í svarta myrkri og sveitaloftið var ekki lengi að rífa úr manni allt tímaskyn og stóran hluta af raunveruleikatengslum. Fengum rosalega góðan mat um kvöldið á hótelinu, það er greinilegt hvaðan stjörnurnar koma - from the kitchen. Þau hefðu getað látið mig gista í tjaldi, happy as a mutha. Föstudaginn fórum við að Geysi, þar var líka hótel... með sexy ass matseðli. HAHA. Þessi setning kom samt örugglega ekki neinum á óvart (nema að þú þekkir mig ekki). En Geysir var chillin meðan fullt af einhverjum young bucks voru með bullandi standpínu gjósandi og sullandi útum allt. Geysir lætur þá bara um þetta virðist vera, hann bara hrýtur. Svo rúlluðum við yfir á Gullfoss, og didamn hvað það var hættulegt! Það er stígur niður smá brekku sem maður getur gengið til að fara nær fossinum, og svo er smá svæði sem maður getur klifrað uppá ef maður vill fara enn nær - og þar er ekkert band til að halda í. En stígurinn niður brekkuna var svo fokk sleipur að maður þurfti bara að setja á sig vettlingana, grípa í reipið og fljúga af stað. Ég og Stjáni vorum eins og tveir boltar rúllandi niður, rákumst á hvort annað og duttum yfir hvort annað, þetta var bara fáránleg sena. Djöfull hló ég mikið. Fórum svo uppá silluna sem var öll frosin... og við á adidas og and1 skóm. Fokking hiphopparar. Hefðum getað drepist þarna! En við skriðum upp þetta á "fjórum fótum", það var alveg ótrúlega heilandi að sitja við fossinn, hlusta á hann og horfa á hann svona nálægt manni. Náttúran er svo mögnuð. En svo var komið að því að fara til baka... ha ha haaaaaa... not the easiest. En við mættum einhverjum pólverjum á leiðinni upp, feðgum, krakkinn hefur verið svona 7-8 ára og pabbinn klifraði upp fyrir innan og lét krakkagreyið álpast upp silluna NÆR fossinum... hann hefði ekki þurft nema að misstíga sig einu sinni þá væri hann runninn útí fossinn... ég fékk svo í magann og bauð stráknum að taka í hendina á mér því ég stóð uppi en pabbinn bara "No NO! He's FINE". Shiiiiiiiiiiiii.....

En um kvöldið var þriggja rétta máltíð á hótelinu... shizzzaamn. Á laugardeginum fórum við á þingvelli, keyrðum um selfoss, fórum á humarstaðinn góða á stokkseyri. .....!!!!..... . Rákumst svo á brennu á selfossi og flugeldasýningu. Þetta var í fyrsta sinn sem ég hef notið þess að horfa á flugelda síðan ég man eftir mér... er alltaf svo upptekin af kisunum mínum. Rafael fékk hálfgert taugaáfall á gamlárskvöld, ég var skíthrædd. Hann svitnaði og svitnaði þessi ást. Á meðan Ninja liggur við svaf bara, ég skil ekki alveg ættartengslin á milli þeirra stundum.

En yo, er farin að gera eitthvað annað.
Djamm um helgina? Blautt Malbik.... jaaaaaá takk.