Monday, September 18, 2006

Möndlur be tha baddest.

Shit hvað möndlur eru góðar.

Yo, ég hef verið að pæla í vinum og vinkonum. (Það var enginn ástæða fyrir þessu yo-i, ég spáði heillengi í því afhverju ég sagði þetta sjálf). Ég á svo mikið af góðum vinum, það er bara ótrúlegt hvað ég er heppin. Þetta yo dæmi fokkaði mér samt upp, ég man ekkert hvað ég ætlaði að segja.

Ég er að fara að taka þátt í catwalk tískusýningu fyrir lhí, eða þetta er nú ekkert alvarlegt held ég. Nemendur á 3. ári í fatahönnun eru að klára eitthvað verkefni... ég fæ að vita meira á morgun. Ég er strut-a svo í skólanum að ég var tekin tali áðan, rass til beggja veggja og hæll að hné í hvert sinn sem ég tek skref. Þannig gerir Giselle, segir Davíð allavega. Haha. Hvað er ég að koma mér útí? Ég ætla bara að demba mér í þetta, kennarinn tók mig tali áðan og bað mig um að vera með. Ég held ég geri þetta bara... haha!! Svo get ég booty poppað við endan á runwayinu, ég er treat! Shit hvað mér finnst þetta samt fyndið.

Afmælið mitt siglir nær og nær, núna eru tvær vikur í það, úfffffffff. Ég hlakka mjög mikið til. Ætla örugglega að halda upp á það líka. Gerði það ekki í fyrra, er að pæla í að leigja bara stað og gera þetta fínt. Svo ég geti haft alla vinina á sama stað :) alla þessa yndislegu vini.

Helgin var skemmtileg, OM og FL með innliti frá Stjána og Didda voru á stúdentakjallaranum. Ég bara verð að spyrja samt... hvar er hiphop liðið? Það er bara sick hvað það vantar mikið af hiphoplegu liði inná suma tónleika. Gadamn. Ég bara settist niður og horfði spurnaraugum á crowdið. En það var ekki að spyrja að gæði tónleikanna - eins og alltaf deliveruðu þeir frábært show, ég missti því miður af OM en mér finnst þeir madd skemmtilegir líka. Svo var farið á Prikstah þar sem Dóri, Danni og Óli voru með BM kvöld. Nice sounds eins og alltaf og frábært lið á staðnum, en troðningurinn var alltof mikill. Ef það er ekki hægt að dansa, hvað þá hreyfa sig, þá er þetta nú ekki mikið "djamm." Its my duty to shake that booty... eins og einhver sagði einhverntímann. Steikt. En mig langar bara að gera akkúrat það, annars er ekki gaman hjá mér!!!

Laugardagurinn var tileinkaður tha funky bunch (aldís er nú í funky bunch líka en þetta er ekki alveg fullkomlega soðið saman enn, hehe, I got a mission!). Jenný bauð mér, Röggu, Söru, Katrínu, Lilju og Birtu heim til sín af því Kat kom til íslands fyrr um daginn (hún er hérna til 1. okt)... og það var ruglað, tekið skvass myndir (??), bombayað, og ruglað meira. Svo bærinn, og rekumst við ekki á P-nut, Hrafnhildi og co. rúlla niður laugaveginn blindfullar í limmu!! HAHAHA. En þá var tekið Belly's fyrst af einhverri ástæðu, Pravda, Vegamót, eitthvað annað og svo aftur Vegamót. "Babyphat og spóaleggir" höfðu joinað okkur á leiðinni. Hehe. Þetta var fínt kvöld. Benni var á Vegó og hann var nú eitthvað búinn að fá sér í tánna, það rann teknó í hátalarana og ég veit ekki hvað. Alltaf fengum við afsökunarglott frá honum, hah. En þar hitti ég Guyom líka, eins og á föstudagskvöldið. Hann fær sér hvítvín í klaka og dansar svo á fullu allt kvöldið - án truflana frá troðningi. How does he do it?

Já heyrðu, Charlotte sem ég var að fatta fyrir stuttu að er ekkert skyld mér, haha, ég hélt við værum frænkur en eins og svo oft með mig þá rugla ég saman upplýsingum (ef ég man shit yfir höfuð). Hún, ég og Laufey hittumst í gær loksins, þær eru sko frænkur. Og Laufey er frænka mín. Get it get it? Anyway. Ég elska Laufey, við erum alveg nákvæmlega eins. Við sko töluðum saman, allar þrjár, og ákváðum að hittast um 4, 5 leitið á sunnudaginn. Cool cool. Svo fæ ég sms kl 3 frá Charlotte þar sem hún spyr hvar við ætlum að hittast kl. 4. Ég saup hveljur og hringdi í Laufey: "Laufey! Ég gleymdi að hugsa fyrir því að Charlotte er auðvitað ekki sami lúðinn og við. Hún sendi mér sms um hvar við ættum að hittast klukkan fjööööögur!!" og Laufey saup hvelju nr. 2: "HA? Shit, ég var að pæla í bara eitthvað um 6 leitið! Ég var að koma úr Árbæjarþreki og á eftir að taka til, fara í sturtu og ALLT!!"

Haha. Þannig að við Lufsa hlupum til og gerðum allt á milljón og vorum svo greiddar og brosandi þegar Charlotte mætti. Það var svo gaman hjá okkur! Charlotte er frábær, hefur ferðast útum allt og hefur frá ótrúlega miklu að segja.


Ætla að hanga aðeins, nenni ekki að eyða dýrmætum chill tíma í þetta shit. Svo erum við Aldís að fara að missionast.

3 Comments:

Blogger Aldís said...

Hehe shitt ég verð að sjá þig á catwalkinu.. En það er rétt, þú bouncar rassinum upp alla veggi þegar þú labbar.. sem er auðvitað ekkert nema flott;)

Giselle WHO segi ég nú bara

Og möndlur? Nei

5:28 AM  
Anonymous Anonymous said...

Bíddu ég held það hafi verið "Its my duty to PLEASE that booty" hehe...anyways...

hver er Birta?

Þú meinar kannski Birna?

hehhehehehe;)

1:08 PM  
Blogger Brynja said...

Shiiiit, mér fannst ég hafa skrifað Birna.

Jæja.

My eyes aint tellin me nothin new.

Haha. Þið eruð yndi!

4:48 AM  

Post a Comment

<< Home