Sunday, September 24, 2006

Breakin' down tomatoes.

Það var dansara kvöld í gær á prikinu, alveg óvart. Dans er það besta í þessum heimi. Ekkert toppar þetta shit! Vá, ég hlakka svo til að læra meira, verða betri og halda áfram þessu ævintýri. Það var líka wicked gaman í gær. Wicked!

Wicked er á hrrraðleið inn í mainstreamið.

Svo kom ég heim og fékk mér tómata. Þú veist að það eru hólf í tómötum, svona 3-4. Ég reyni alltaf að bíta í akkúrat þannig að ég er í miðju hólfi, helst. Ef maður bítur akkúrat í vegg þá opnar maður tvö hólf. Fattarðu? Þá þarf maður að fara að hugsa: hvernig tekst mér að láta djúsið ekki fara útum allt í þessu hólfi á meðan ég klára hitt? Ég þoli nefnilega ekki þegar maður klárar allt djúsið úr hólfi fyrst og étur svo húsið. Það er wack. Breakin' down tomatoes.

ööö. Ég átti letidag í gær. Var ein heima og hékk bara með kisu í einni og kisu í annarri. Var að ferska upp á einhverjum old school sporum og ég lærði screw driver! Já! En svo horfði ég á The devil wears prada. Ég held hún hafi verið fín, var samt í svo góðu skapi að ég held ég hefði fílað hvað sem er. En þá voru kisurnar sitthvorum megin við mig. Það er svo fyndið að hafa þau til beggja hliða, Rafael hristist geðveikt mikið þegar honum er að dreyma þannig að rúmið stundum kipptist til og þá byrjaði Ninja alltaf að mala af því að hún er sökker fyrir allri athygli og öllu sem tengist því að hafa félagsskap. Þannig ef rúmið hristist þá þýðir það auðvitað að einhver er hjá henni. Hehe. En alltaf þegar annað hvort þeirra stóð aðeins upp til að teygja sig og rak augun í hitt hinum megin við mig þá kom svona frost look "hvað í helv. ert þú að gera hér." Shit hvað ég skemmti mér mikið að pæla í þessum knuckleheads.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Annað kisublogg???

Jahérnahéééééér:)

8:50 AM  

Post a Comment

<< Home