Monday, April 16, 2007

Pee Wee Herman? Old love New love?

Það er stóra spurningin. Þessa dagana allavega. Should I or should I not?

Ok, búin að vera lasin í viku. Aha. V-I-K-U. Og það var alveg jafn eyðileggjandi eins og það hljómar, hef bara aldrei lent í öðru eins. Á morgun fer ég í skólann og ég held ég sé í alvörunni hálf hrædd við það að horfa í augun á fólki aftur, ég veit ekki hvernig ég á eftir að höndla mannleg samskipti. Enda henti ég námskeiðunum aftur um 2 vikur, til 8. maí. Fokk it, nú er ég bara að hugsa um MIG. Einu sinni. Og djöfull er það góð tilfinning. Stjáni sagði líka að það verður stundum að kötta á framboðið til að fokka í eftirspurninni.

Það eina sem ég hef hugsað um síðustu daga er að fara út, hitta fólk sem mér þykir vænt um og njóta lífsins. Ég geri alls ekki nóg af því. Ég held ég hafi bara breyst töluvert á þessum veikindum. Það er ágætt að heimsækja hornið milli heims og helju. In retrospect... shit samt vil ég ekki ræða það núna.

Árshátíð LHÍ er á miðvikudaginn, maaaan, ég var búin að hlakka svo til, ég vona að ég geti verið hálf þokkaleg. Hehe. Og borðað eitthvað. That would be nice too. Orkan er eiginlega alveg farin. Ég sé ykkur bara seinna.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home