Monday, December 11, 2006

Hvad nu?

Jebb, ég tognaði á ökla í síðustu viku... á leiðinni að kenna. How bad does that suck? Ég hef verið alveg ótrúlega óheppin upp á síðkastið - fyrst lasin og svo loksins þegar ég kemst út úr húsi þá togna ég. Það er alltaf verið að segja manni eitthvað þegar svona kemur uppá. Ég fæ alltaf svona tímabil þegar ég er stressuð, eins og einhver sé bara að segja mér að sit the fuck down og vera ánægð með það sem ég hef... cuz you got this far, og maður á að vera ánægður með það :) og halda bara brosandi áfram :)

Ég ýti mér alveg út í hið óendanlega stundum, af því ég er aldrei ánægð. Held áfram að iða alveg þar til þetta er búið... thing is, þetta er aldrei búið! Haha. Núna er ég farin að lenda í hlutum til að láta mig ranka við mér, eins og að togna.

Nú sit ég hérna með Rafael litla ljón á stólbakinu, hann er góður koddi :)

Rafael hennar Andreu, hins vegar, átti 3ja ára afmæli á föstudaginn... 3 years. Það er svo fyndið, af því að Andrea varð ólétt eiginlega á þeim tíma sem við Stjáni vorum að byrja saman. Þannig að meðan við vorum ekki segjandi neinum af okkur, var hún líka keepin' quiet á fyrstu 3 mánuðunum. Það var rosalega skemmtilegur tími. Andrea hefur alltaf verið mér svo mikilvæg, síðan í 8. eða 9. bekk. En á föstudaginn var smá afmæli hjá henni um kvöldið, fyrir vini hennar og Teits, þá mættum við Lára. Lára er 1/4 af fjórhausunum "Andrea, Brynja, Lára og Hildur" sem hafa verið doin damage since '98. En hún sótti mig, við höfum misst solldið sambandið gegnum tíðina en DAMN hvað það var fljótt endurfundið! HAHA! Yndislegur bíltúr og Láran mín er ennþá Láran mín. Yeah you guessed it. Það var blaaaaaaaðrað.

Þangað til Heiðrún og vinkona sóttu mig til að fara í síðasta party ársins í LHÍ... og það var haldið í SKIPHOLTI! LOKSINS! Besti fkn staðurinn, EINI staðurinn sem LHÍ party eiga að vera haldin á. En þangað rölti ég á Nike dunknum mínum (ath: eintala) og ullarsokknum... fly as a kite. Það var madd gaman! Ég missti reyndar af Guðbrandi, Kalla, Frikka og Óðni taka break dans, það hefur pottþétt verið kodak moment. En þarna voru allir og þetta lið er svo frábært. Held ég sé í besta bekk í heimi. Allir frekar wacky á því, og klikkaðir. En verkjalyfin höfðu sitt að segja og eftir einn bjór var ég farin að brosa ískyggilega mikið. Allt í einu mæta Bent og Dóri, og fljótlega Stjáni. Og ég var nýbúin að rekast á Bounce... þetta var farið að líkjast hiphop djammi meira en einhverju öðru. Ég var ekkert að hata það. Nema tónlistin kúkaði yfir þá pælingu (Siggi og Sven eru yndi, en DAMN).

Og svona on the real, ÉG VIL FÁ PARTY Í BOÐI ERPS Í DAG... eða kannski á morgun þegar ökklinn er hressari. Sheit, hvað ég yrði ánægð.


Soooo..... hvað meira? Ég þarf að vakna kl 8:30 á morgun. Allt í einu hrundi úr mér öll kjaftalöngun, ég slútta þessu á þeim niðurdrepandi orðum.

EN ER HEAVY HAPPY SAMT, yo.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home