Tuesday, July 24, 2007

Rock Steady Crew

Á laugardaginn tók ég mér FRÍ frá dansinum.... bara þess vegna var dagurinn þegar orðinn sérstakur hehe. Damn hvað ég verð eiginlega þreytt á studio tímum, choreografíu tímum. I just wanna dance. Ekkert sérstaklega mikið undir stjórn einhvers annars... vil bara fá góða tónlist og geta dansað. Ég held ég sé að fatta það solldið núna, auðvitað fíla ég marga tímana hérna en choreografíutímarnir... WHEW! Not my thing. Svona til lengdar, auðvitað madd gaman að droppa inn. En ég fíla best einkatímana, sérstaklega með Stretch, þar læri ég svo endalaust mikið - og allt er taklað: góður félagskapur, húmor, sögur, SAGAN, dans, kennsla, tækni... já ég held að hann komi bara heim með mér í töskunni hehehe.

En allavega í gær hófst Rock Steady Crew afmælisvikan, en crewið er 30 ára nú í ár. Það er frábært að finna hvað allir eru samstíga í því að halda uppi the true school dances, fór á Kings of NY á laugardaginn sem er árlegt battle djamm - þar battla break crew og poppin crew. Það var mjög skemmtilegt, ég varð samt frekar þreytt á breikinu hehehe. Stretch var þarna og ég hitti loksins hann Moncell vin minn frá myspace, eða Ill Kosby eins og hann er kallaður. Þeir voru bara bored to death yfir breakinu... það fannst mér yndislega fyndið. Tveir hákarlar í dansheiminum. En þeir tveir eru að vinna saman að besta dvd'i sem hiphop danssenan hefur nokkurn tíman smakkað. Anyhoot, poppin böttlin voru ill og ég fékk margar nýjar hugmyndir um það hvert maður getur farið með dansinn. Klikkað gaman að sjá svona grasrótina í dansi hérna í new york í dag, ég er strax orðin aðdáandi eins stráks sem kallar sig Zip Lock - hann rúllaði upp Boogie Nation djamminu hérna um daginn, og gerði ekkert minna á laugardaginn. Gaurinn er SICK. Æj var ég ekki farin að tala um Rock Steady Crew... right. Fórum í adidas originals búðina hérna á Wooster í "Meet and greet" sem átti að kicka af stað vikunni og þar voru fullt af meðlimum í RSC sem ég þekki ekki nógu vel, en ég náði mynd af mér með Suga Pop... hehehe... og ég var STAR STRUCK. Ég gekk að honum og spurði hann um workshoppið hans sem er á fimmtudaginn, og hann sagði "ha?" og þá fannst mér eins og ég gat ekki andað inn til að spyrja hann í annað sinn! hahahaha. Ég hef ekki fundið fyrir þessu áður, en hey svona er þetta bara þegar maður hittir idolin sín I guess.


Að allt öðru þá eru búin að vera rosa læti í íbúðinni við hliðina á okkur síðan við fluttum inn, af því að gaurarnir sem bjuggu þar voru að flytja út og voru held ég bara að rífa alla íbúðina í sundur. Thats what it sounded like anyway. En svo loksins drulluðu þeir sér út með allann sinn hávaða... þá flytur inn örugglega leiðinlegasti maður jarðríkis!!! Ef maðurinn er ekki að rífast í símanum þá er hann að öskra á konuna sína, ég hef heyrt hann röfla um eitthvað við einhvern og svo fara að SYNGJA upp úr þurru! Fyrir utan það að þegar hann talar eðlilega er tóninn eins og hann sé ósáttur og hávær - hann er ss alltaf með stein í rassinum!! Maðurinn er að gera mig geðveika, á hverjum morgni kl. 8 er hann byrjaður að öskra á einhvern, hann vælir og vælir allann daginn. Og hann er greinilega frá einhverju múslima ríki, það hlýtur bara að vera, hann er svo hot tempered og hreimurinn er þannig. Fyrir utan þennan öskurapa þá er einhver byrjaður að endurinnrétta íbúðina sína hérna að ofan og hann byrjaði kl 9 á SUNNUDAGINN!! OG fékk sér klossa með stáltá fyrir tilefnið greinilega... even I can hear that. Fffffffoooookkkkk er þetta blokkarlíf? Ég er búin að ákveða að ég ætla að sleppa þessu millibilsástandi sem flestir taka eftir skóla og flytja í blokk, ég ætla að vinna lottó, ræna banka, gera það sem ég þarf að gera til að þurfa ekki að lifa í blokk! Ég verð bara mannhatari!


En ég er samt mjög chilluð, sérstaklega af því að ég ætla að kaupa mér skó í dag. Gotta love it.

Sorrý bloggleysið, ég er bara orðin svo þreytt held ég, danstímarnir eru að ræna allri orku frá mér. Ég er örlítið farin að slaka á... en ég er að fara á workshop til Brian Green í næstu viku og þangað til verð ég í einkatímum og öðru workshoppi og nokkrum opnum tímum. BLAH!

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

hvernig var DMX maður?
voffvoffvoff

Guðrún (Sophie friend ;))

3:05 PM  
Blogger Brynja said...

Jaaaaá það var cancelað hundinum, við vorum eiginlega solldið fegin! hahaha

4:34 PM  
Anonymous Anonymous said...

Beans, segðu nágrönnum þínum á horninu, NYPD Blue, að nágrannar þínir, sá vælukæri og þessi á stepp-skónum, séu að selja sement-sprengjuefni útum stigagluggann, þá munu þeir sjá um það fyrir þig að skipta þeim út með hvelli (?!)
Hafðu það gott elskan mín.
xxxxPúpps.

1:45 PM  
Blogger Brynja said...

HAHAHAHA!
Ég elska þig pabbi, alltaf með langbestu ráðin! Ég ætla að tala við þessa bláklæddu bara núna! Pronto!

3:11 PM  

Post a Comment

<< Home