Friday, June 29, 2007

Thats whatsup!!

Jájájájá. Ég er búin að vera að bíða viljandi með að blogga núna, því miðvikudagurinn var solldið svakalegur. Ég ætlaði ekki að hlaupa hingað inn á og segja frá, tapa coolinu og lýta út fyrir að vera star-struck klikkuð gella (sem ég eiginlega var samt).

Sko.

Við verðum eiginlega aðeins að anda fyrst.

Ok. Fór í tíma til Tweetie á miðvikudaginn, skiptumst á númerum og hún sagði okkur að koma á klúbb um kvöldið sem spilar ljúfa tóna (she wasnt lyin'). Við komumst svo að því að klúbburinn er við hliðina á íbúðinni! Swing. Rúlluðum inn, frekar lítill klúbbur miðað við new york en með madd nice andrúmslofti og töktum, mest house og ég komst að því að ég þreytist solldið fljótt á house tónlist hehe. En við Stjáni settumst niður með Tweetie og vorum að kjafta, svo kemur einhver gaur inn með afró... sem lýtur solldið út eins og einhver sem ég kannast VEL við... hann heilsar henni og svo halla ég mér að henni og spyr "is that.. Suga pop?" og hún hló bara að mér því ég var svo gáttuð. HAHA. Já þetta var Suga Pop. Ok þá... ég bað fuglinn bara ekki að hlæja að mér því ég væri solldið star struck, þá hló hún bara meira. haha. En þetta var Suga Pop. Hihihi, kannski hefði ég átt að bíða lengur með að blogga - þetta er ekki alveg komið úr systeminu.

Ég mun mæta einhvern daginn og sanna það fyrir heiminum að ég er ennþá fresh... og cool. Jebb. Bara ekki núna meðan ég segi þessa sögu. Ok ég ætla að halda áfram...

Svo veltur inn gaur með madd sítt hár, og það er viss kynslóð af gaurum sem ber sig eins og hann, Tweetie kynnti mig fyrir Link sem er í Elite Force, hann er einn bleisaður gaur. Fáránlega smooth dansari, enda í einu mest legendary krúum á plánetunni. Rosa kurteis og indæll gaur greinilega.

EN... nei nei ekki búið. Tweetie hló solldið að mér hvað ég var hissa yfir þessu öllu saman, og sagði "oh, and I heard Crazy Legs and Fabel might come through tonight". Ég bara glotti og reyndi að act smooooov. HEH. En til að gera lengri sögu stutta þá mættu þeir. Crazy Legs... er Crazy Legs. ???. !!!. Og svo Fabel, hehe, sem var í leður jakka með sítt hár og leir út fyrir að hafa bara skilið mótórhjólið sitt fyrir utan. Hann er auðvitað pabbatýpan, hehe, en ég er að fara á námskeið hjá honum í þarnæstu viku, vikulangt workshop. Það sem mér fannst samt súrast við þetta allt saman var það að þegar Tweetie stóð upp, settist Fabel við hliðina á mér (hún kynnti okkur minnir mig) og Suga Pop við hliðina á honum - þetta var svona eini staðurinn til að sitja á nálægt dansgólfinu þess vegna hrúgaðist þetta svona saman. Svo stóð Crazy legs hjá þeim. Og Stjáni hlæjandi að mér af því ég var svo fáránlega gáttuð! Shit hvað þetta var furðulegt. Ég talaði heillengi við Fabel, og svo heyrði ég alltaf hvað Pop og Crazy legs voru að tala um. En Fabel fannst það líka skrítið að þetta hafi hisst svona á, þeir eru auðvitað ekki alltaf í sömu borginni, hvað þá að rúlla óvart inná sama stað. Fokkin weird kvöld.

Þá veistu það! Við skulum aftur taka smá moment til að melta þetta...


Ok.


Annars er ferðin bara að verða betri og betri, fór í tíma til Hypno í gær, hann er rosalega by-the-book gaur, Dino benti mér á hann og sagði mér að tékka á honum. Hypno er funk style/electro dansari aðallega, er þekktur fyrir skills í poppin, tuttin, robotic, stop motion ofl., með sick isolations alltaf, dansar líka mikið við electro sem ég er ekki mikill aðdáandi að. En hann er með skuggalega tækni, stuttur asískur og mjög indæll. Það var gaman að vera mataður svona að þessu sem er frekar flókið og að fá að æfa við hliðina á svona góðum gaur. Hann hreinsaði alveg ýmislegt upp, og sérstaklega í hausnum á mér, nú veit ég betur hvernig ég get náð því fram sem ég vil með vissum æfingum og ég sá svo vel hvernig ég get bætt mig. En ég hlakka líka mest til að fara a Fabel workshoppið upp á að fá góða kennslu í poppin, boogaloo og lockin.

Æ nú man ég ekkert meira, ég er að fara í tíma til Brian Green á eftir. Tha man himself. Og svo eru Pharaohe Monch tónleikar hérna rétt hjá... svona semi. Förum líka á Boogie Nation kvöld, sem Hypno er að halda. Happy days huh.

Oki, farin að gera eitthvað annað. PEACE :)

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

AAAAA ég elska að það séu myndir frá ykkur.Djööö ég vildi að ég væri í ny...meeeen...ohhh hafið það gott sætu :)

6:08 AM  
Anonymous Anonymous said...

...en ég veit ekkert hverjir þessir dúddar eru sem þú ert að tala um í blogginu *roðn*

6:11 AM  
Anonymous Anonymous said...

heheheh. lubadub ya!
hinn posturinn er ekki jafn dansstjörnu fylltur :)

-brynja

9:35 AM  

Post a Comment

<< Home