Wednesday, July 04, 2007

Pop Master Fabel

Ég er búin að finna boogaloo kennarann minn. Fabel lærði hjá the Electric Boogaloos og er einn af fáum hér í borg sem kenna stílinn rétt og án allrar tilgerðar en hann kennir líka Locking. Til að segja ykkur aðeins frá Boogaloo stílnum þá er skapari stílsins enn á lífi, en hann kallar sig Boogaloo Sam, hann kemur frá Fresno í Californiu og bjó til grunninn og mótið af stílnum með einu "spori" sem kallast Fresno. En það er helst notað sem æfingaspor og sem byrjunarspor þegar þú ert að battla/keppa/dansa. Boogaloo Sam á sínum tíma blandaði saman tveimur vinsælum stílum þegar hann bjó til Boogaloo stílinn, annars vegar snakin' sem er einskonar liquid dans, við köllum þetta í dag wavin' og byggist á fluid hreyfingum, mjúkum, og hins vegar robotic dansinum sem var að keyra allt um koll á 8. áratugnum (70's) sem byggðist á hörðum, stíliseruðum og stífum hreyfingum, þið kannist öll við þann stíl örugglega. Allir djóka með robot stílinn, hehe. En Sam flippaði mörgum "klúbbadönsum" yfir í boogaloo stílinn, sem í dag eru þekkt sem sum af fínustu boogaloo sporunum.

En þar kemur dínamíkin í boogaloo stílnum, mjúkt á móti hörðu og svo er notast við poppin til að accenta það harða. Poppin er tækni sem byggist á því að spenna vöðvana og slaka á strax á eftir, og á undan hehe. En Fabel er einn af þessum "hard hitters" sem maður kallar þá - þessir sem poppa hvað harðast og fastast. Það er eins og hann sé að springa þegar hann poppar. Það sem er líka svo magnað við dansinn eru "the angles", eða línurnar sem þú myndar með því að láta t.d. axlir vera öfugt við mjaðmir, með allskonar trikkum lýtur dansinn oft út eins og sjónhverfingar - það er eins og vissir hlutar líkamans séu að fara á skjön við aðra og þess vegna bara að yfirgefa líkamann altogether. The Electric Boogaloos eru nefnilega mest sick dansarar sem ég hef séð, tæknin og nákvæmnin er svo gífurleg á sama tíma eru þeir rosalega frumlegir og skapandi - alltaf leitandi að nýjum leiðum til að koma manni á óvart, gera eitthvað sem maður býst ekki við. Electric Boogaloos eru í dag Boogaloo Sam, Poppin' Pete, Suga Pop (sem ég hitti á Sin Sin síðasta miðvikudag), Mr. Wiggles, Shonn Boog (sonur Poppin Pete) og Jazzy J. En Skeeter Rabbit sem var í miklu uppáhaldi hjá mér dó núna í fyrra eða árið á undan.

Boogaloo stíllinn hefur haft mikil áhrif á hiphop dans, auðvitað, ég hef alltaf kallað þetta einn af pöbbunum. En þessi stíll og locking eru þeir stílar sem eru mest notorious í hiphop dansi fyrir utan auðvitað breaking, eða bboying/bgirlin. Ef þú vilt FUNK, PPPPHHHHUUUUUUUNNNNNKKKKK, þá horfirðu til Don Campbellock (creator af locking stílnum) og the Electric Boogaloos. Þetta er auðvitað í eðli sínu mjög hiphop dót, hiphop er þetta. Funk, dancin, havin fun, unity. Allt sem þessir stílar státa af.

En eftir tímann í gær hjá Fabel héngum við Stjáni með honum (Stjáni kemur oft og sækir mig í tíma hehe) og röltum um times square og töluðum einna mest um hvar væri best að borða í new york. hehe. En Fabel er bara einn mest nice gaur sem ég hef hitt, mjög nákvæmur og metnaðarfullur kennari, svo er hann madd fyndinn og gaman að spjalla við hann. En eiginkona hans, Christie, er sú sem sér um Corona Park djömmin sem verða alla fimmtudaga í júlí úti í einhverjum garði í Bronx, alveg eins og í gamla daga (what do we know though heh), þar sem legends og legends og legends koma fram öll kvöldin - þetta er eitthvað annual dæmi. Hlakka mikið til að kíkja á þau kvöld.

En eftir það fór ég svo í Broadway dance center í tíma til Derrell, hann kenndi fyrir Luam það kvöld, því að ég ætla að takla öll element. hehehe. Þetta eru svona tímar sem er bara kennd choreografía, mjög hröð, oftast í new style stíl. En það er líka til solldið sem er orðið rosa vinsælt þar sem, eins og td Derrell, kennir með áhrifum frá new style Vogue stílnum (old style vogue er þetta sem þú sást í madonnu myndbandinu Vogue, og á fleiri stöðum)... sem er RRRRRRRosalegur, og taktarnir og attitude-ið er svo svakalegt. Þetta er það sem gay strákar eru að mastera, og það er komið solldið conflict þar sem straight gaurarnir eru ekki alltaf til í að vera svona kvenlegir svo að þeir sem þora eða eru gay fá fleiri verkefni. Og það er óóóógeðslega töff að sjá stelpur dansa svona. You gotta love it. Ef þið hafið séð nýjustu videoin frá Beyonce (freakum dress, suga mama, green light) þá vitiði hvað ég er að tala um. En þetta er svona úber kvenlegt - solldið dragqueen stundum. En í hæfilegu upplagi, þeir sem gera þennan stíl best eru Jonte og vinur hans Ramon. Leitið að þeim á youtube EF ÞIÐ ÞORIÐ. Shit is NUTS!

Ég elllllska að horfa á þennan stíl og hversu FIERCE dansararnir eru sem gera það vel, ég hef aldrei nennt svona choreografiu tímum áður en núna langar mig rosa mikið að ná takinu á þessu, I like fierce. Og Derrell... shiiiiiit, that boy can WERK eins og maður segir í góðu vogue slangri hehe.


----------------------------------------------------------

OK! Ekki meira um dans... þetta varð bara að komast út. En í dag er 4. júlí... gaman að því. Eða hvað? Við Stjáni erum frekar confused í þessu öllu saman, í gærkvöldi var allt bilað, allir á djamminu og mikil læti allstaðar. Hrikalegt að labba um heh. En svo virðist engin dagskrá vera í dag nema pulsuátskeppni!!! Eigum við að ræða það?? Hvað er að þessum könum, hahah. Svo í kvöld er flugeldasýning sem Macy's stendur fyrir og útum allt á netinu sér maður auglýsingar fyrir "patriotic party themes". Stundum verður þetta bara too much to handle. Við ætlum að elda, horfa á desperate housewives og fara út á eftir hehe... við erum kannski ekkert skárri.

En annars frétti ég í fyrradag að kisinn minn hann Rafael hafði verið svo rosalega veikur í heila 5 daga. Hann er víst með brisbólgur, og hefur verið með þær líklegast mestalla ævi. En hann var svo aðframkominn af sársauka og lystarleysi að mamma og pabbi héldu að hann væri að kveðja. Þau sprautuðu upp í hann næringu/mat á hálftíma og klukkutíma fresti allann tímann. Pabbi elti hann um allt þegar hann fór út og náði í hann út í runna, hvar sem hann var, til að geta gefið honum mat. Þau hafa bara haldið í honum lífinu. Því Rafael var búinn að gefast upp sögðu þau. En svo vöknuðu þau mánudagsmorguninn og opnuðu útidyrahurðina, þá kom hann skokkandi á móti þeim og beint í matardallinn og vildi mat! Hvað getur maður sagt, hann er með flottasta hjarta í heimi þessi kisi. Núna er hann bara kelandi og kelandi og mjálmandi úr sér lungun ef það er ekki til matur... nú er allt þríréttað, allt gert til að hann borði sem mest. Og getið hver er hamingjusamasta lífvera á þessari jörðu í dag... hún feita kisa, Ninjan mín. Hún malar af ánægju þegar hún hugsar um matardallinn. Ohh þau eru yndisleg. Ég elska þau svo mikið, og mamma og pabbi eru hetjur fyrir að hafa barist svona við ástandið hans Rafaels. Hann væri örugglega farinn hefði það ekki verið fyrir þau tvö.

Nú veit ég ekki hvað ég get sagt eftir þetta. Heyri í ykkur bara næst, ég skal rugla meira í næsta pósti.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Awww hvað það er gott að honum líður betur :)

3:22 PM  
Blogger Brynja said...

já það er best í heimi :)

lubadub ya!

12:45 PM  

Post a Comment

<< Home