Sunday, November 26, 2006

Sögutími.

Hæ.
Ég fór með Aldísi, Sylvíu, Guggu og dróg Heiðrúnu með úr skólanum, á djammið á föstudaginn. Þetta byrjaði sem áætlun um húrrandi rugl hjá okkur Al og Syl... en endaði sem fínasta dans kvöld. Fórum á Prikið, þar sem Danni var að spila - hann er alltaf niceness. Við eins og alltaf komum okkur fyrir á miðju dansgólfinu... og biðum bara eftir einhverjum tónum til að hrista á okkur rassinn við. Haha. Áður en við vissum af vorum við flestar farnar að haga okkur eins og dumbos, held að ég hafi verið öflugust í asnalátunum samt - af hverju endar það alltaf þannig?

Af því ég er FRESH!! Hahaha... ha.. ha.

Kíktum svo á Hverfisbarinn þar sem Erpur og U-fresh voru með Block party... og Dddddddaaaaamn. Unnar spilaði meiraðsegja Ya aint nothing but a hoochie mama... work dat, work dat, hoochie mama. Shit, hvað það var óendanlega fresh. Ég gæti liggur við lokið frásögn minni á kvöldinu með þeim orðum. Spikfeitt shit.

En ég ætla að babbla aðeins meira. haha. Við dönsuðum af okkur rassgatið, þó það eigi helst við Aldísi - I dont know how it stays on during all that booty poppin! Erpur átti definetly kvöldið, það var nógu erfitt að dansa allan tíman, en að þurfa að hlæja að bröndurunum hans var alveg killin it. Við lentum í óþægilegustu samskiptum í heimi við einhverja helv. fm hnakka. Djöfull er þetta jakkafatalið súrt. Sorrý, ég HATA þetta lið. Vá, hvað þetta var nauðsynlegt. Þetta eru dónalegustu andskotar á Íslandi. Rífandi í rassinn á manni og dansandi upp í manni... og heyra ekki þegar maður segir nei, og skilja ekki einu sinni ef maður fokkin ýtir í þá - mörgum sinnum. Ég mæti næst með haglabyssu á djammið.

Ef ég legg reiðina aðeins á hilluna, þá var alveg heavy gaman, svo gaman að við teygðum á eftir djammið! Hah! Á bílastæðinu reyndar þar sem enginn sá auðvitað, hehe. I love my girls, yo. Ég á í alvörunni bestu vinkonur í öllum geiminum, veit ekki hvernig við fundum hver aðra.


Jólin eru að koma, og ég er án gríns farin að hlakka ferlega mikið til. Það hefur ekki skeð lengi, ég finn svo fyrir þeim núna. Fjölskylda, Stjáni, vinir, kettir... þetta er allt svo skemmtilegt lið. Og maturinn lawd lawd. En það er ekkert eins nice eins og að hafa tíma alveg út af fyrir sig til að hanga með fólki sem manni finnst gaman að hanga með. Yep... doesn't get much better than that.

En ég held ég sé að fara að gera eitthvað annað, peace...

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hahahahaha....ég hefði aldrei sagt frá því ef ég hefði teygt eftir djammið hihihihih þið eru nú meiri klikkhausarnir;)

En samt voða fínir klikkhausar;)

muchos kissos to youso!

:*

4:58 AM  
Blogger Aldís said...

Þegar þú pælir í því, þá er það nefnilega of stoopid og fyndið til að sleppa því..hehe

7:43 AM  

Post a Comment

<< Home