Sunday, July 01, 2007

"Do the Harlem thing!"

"I can't, Im from Iceland!"

Svona fór nú það, rúlluðum uppí harlem á laugardaginn til að tékka á búð (one of those Im not gonna tell u about hahahaha), því það var sneaker útsala þar... hún er í spanish harlem held ég alveg örugglega - það var allavega svona hispanic stemmning þarna, og fánar í öllum gluggum. Fólk er svo erfitt hérna, en samt er það mjög cool einhvernvegin. Ég vildi alveg semi að það væri bara the thing to do að labba um í peysum, með derhúfur þar sem þú værir bara representin þar sem þú býrð. Það er bara ógeðslega lúðalegt að hafa BREIÐHOLT á bringunni... looks like a sports thing.

Böööö.

En þar var einn mjög hress gaur sem fannst ég voða fyndin, því að þessi búð er með sitt eigið fatamerki og á einum bolinum stendur Do the Harlem thing. Og hann sagði "yo, you gotta check this out and do the harlem thing" þá sagði ég "I cant Im from Iceland" og hann og einhver gaur við hliðina á honum sprungu úr hlátri. Hah. Ég hef sagt brandara í spanish harlem! How ya like me now??!!

Damn, nú er ég eiginlega bara talkin shit. Stjáni segir að það sé það eina sem ég geri - hann ætti að vita ágætlega hvað hann er að tala um :/ hehe.

En fórum á Boogie Nation á föstudaginn, kvöldið hans Hypno. Þar var Stretch mættur, Buddha Stretch fyrir þá sem ekki vita hver hann er þá er hann mmmmmmmmmmmmmmmmmeistari. Hann er uppáhaldið mitt hérna í new york, shit bara í heiminum. Fyrir utan Suga pop og homies í Electric Boogaloos. Samt er Stretch bara maðurinn sko. Hann er algjör leader í þessu dóti sem ég er að elta. Það var mjög gaman að fylgjast með honum dansa og sjá hvernig hann er þegar hann er bara groovin'. Ótrúlega ótrúlegur funky dansari. Hvað get ég sagt? En ég ætlaði eiginlega að reyna að tala ekkert um dans þar sem ég veit að flestir hafa EKKERT skilið færsluna fyrir neðan.

Fórum í macy's í dag, vorum á times square í fyrsta sinn og röltum niðrá herald square.. það er ekkert GRÍN. Ég ímyndaði mér að ef 2 manneskjur hittust og ein myndi spyrja..
A: "Hvar vinnurðu?"
B: "Macy's, en þú?"
A: "Aaa, ég líka. Hvaða pillur tekurðu?"

Maður þarf eiginlega pillur til að versla þarna... dont know how they do it.

Ég er að gleyma bestu sögunni!
Hún uppáhalds frænkan mín Hildur Fjóla býr á Barbados þessa stundina að vinna fyrir sameinuðu þjóðirnar og ég sé hana núna svona 1-2 á ári, hundfúlt en hún er duglegasta og skýrasta manneskja í heimi by the way. Og var í new york alla síðustu viku á námskeiði, og við ætluðum að reyna að hittast áður en hún færi. Hún hringir í mig í gær og spyr hvort við ættum ekki að hittast um kvöldið, ég auðvitað til í það og við ákveðum að fara eitthvað út því búum báðar í east village. Hérna er bara símtalið, og þetta er ekki djók!
Hilda: Hvar býrðu í east village?
Brynja: Á east 5th street
H: Ha, hvar er það?
B: east 5th, það er við hliðina á löggustöðinni. Segðu vini þínum það þá veit hann örugglega nákvæmlega hvar það er.
H, farin að hlæja: Ég er líka við hliðina á löggustöðinni!
B: Cool! Ertu hinum megin við hana!?
H: Númer hvað býrðu?
B: 315, en þú?
H svarar ekki því hún hlær svo mikið
B: Hilda?
H: Ég trúi þessu ekki, við búum í sama húsi!
nú vorum við eiginlega farnar að hlæja svo mikið að við skildum varla hvor aðra.
B: Nei kommon, í hvaða íbúð ertu?
H: 3B! En þú?
B: Við erum við hliðina á þér í 3E!

Svo opnuðum við frænkurnar bara hurðirnar okkar og mættum hvor annari að deyja úr hlátri á ganginum! Þetta er það fáránlegasta sem ég hef lent í. Pældu í því ef við hefðum bara rekist á hvor aðra í lyftunni eða á ganginum... ég hefði fengið hjartaáfall! HAHA. Svona skeður á íslandi, ekki í new york!! Við vitum líka að við eigum eftir að þurfa að segja þessa sögu í öllum fjölskylduboðum það sem eftir er.. hehehe... samt erum við bara 12, pabbafjölskylda. Það gerir það enn fáránlegra að við höfum búið í sama húsi í NYC... ef ég ætti milljón frænkur þá hefði mér ekki brugðið mikið. En ég á ekki margar frænkur! Æ you get the point already, er það ekki? hahaha.


Allavega. Stjáni var að búa til mat... hversu nice er það? ó já! og myndir koma inn bráðlega, netið er hálf screwed aftur. Peace!

6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Þetta er ótrúlega skemmtilegt Brynja! Vona að það sé í lagi að ég setti þessa sögu inn á bloggið mitt. Hafðu það gott áfram í NY.
Dóra frænka - ein af þessum örfáu sem þú átt.

4:17 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hahaha en ótrúlega fyndið....en skemmtilegt :) Gaman að lenda í svona...hafðu það gott krúslan mín, love ya!

7:21 AM  
Anonymous Anonymous said...

hehehe takk fyrir það raggamuff og sömuleiðis. og dóra, ég held að öll fjölskyldan vilji setja þetta á bloggin sín. Hehehe. :)

Gaman að heyra svona í ykkur

-brynja

9:34 AM  
Anonymous Anonymous said...

vá, damn hvað þetta er fyndin saga... gaman að lesa bloggið þitt, þú ert svo mikill rugludallur :)
er málið að fara að búa til baytown fatamerki?

Guðrún B fan

1:40 PM  
Blogger Brynja said...

Nú ætla ég að fara að opna hurðina hjá mér af og til - og kíkja út.
Hver veit hver birtist.

Guð gefi þér góða nótt fallegi rugludallurinn minn
Mamma x

4:40 PM  
Anonymous Anonymous said...

Nú ætla ég að fara að opna hurðina hjá mér af og til - og kíkja út.
Hver veit hver birtist.

Guð gefi þér góða nótt fallegi rugludallurinn minn
Mamma x

4:42 PM  

Post a Comment

<< Home