new york new york... huh?
Nú gæti ég alveg eins verið syngjandi í rigningunni takandi einhver spor við ljósastaur. Búin að vera rosa dugleg þessa vikuna, og er orðin frekar þreytt. Er að fara í einkatíma til Buddha Stretch eftir hádegi og svo ætla ég bara að slaka á og svo á morgun byrjar strax annað törn. Er að fara að æfa með Tweetie, það byrjar á þriðjudaginn. Hún er æði, við fórum saman út að borða eftir tíma í gær og það var bara fáránlega gaman. Það er voða skrítið að vera komin hingað og bara hangandi með þessu liði sem ég ber svo mikla virðingu fyrir. Já, eiginlega er það bara frekar skrítið... hvað get ég sagt meira?
Svo ætla ég í whacking á morgun til Tyrone, en hann er einn af gömlu Soul Train dönsurunum. Ynnnndislegur gaur. Það er fullt í gangi hérna megin á hnetunni.
Fórum á the House dance conference á fimmtudaginn, en það er svona mest notorious partý á austurströndinni fyrir dansara. Þar koma bara allir saman. Punktur. Brian "Footwork" Green heldur þetta mánaðarlega, en hann er einn af þessum stóru fiskum. Ég ætla líka í einkatíma og opna tíma til hans, hef ekki komið mér að því ennþá samt. Fer á föstudaginn til hans í hiphop/whacking en hann er mest þekktur fyrir house... ég er bara búin að komast að því að ég fíla voða lítið house :/ Tweetie sagði mér samt að drulla mér bara í tíma, hehe. Og ég þori ekki annað en að prufa það. En partýið var mjög skemmtilegt, þar voru þeir allir samankomnir dansandi af sér bíhændið. Gotta love it.
Annars er ég ekki með miklar áhyggjur af lífinu þessa dagana, ég er mest uppveðruð yfir því þegar það eru of stórir súkkulaðibitar í frappochino-inu mínu þannig að þeir komast ekki upp rörið... life is good. Hugsa mjög mikið heim til Rafaels og stundum grípur mig einhver hræðsla, en ég er bara jákvæð. Það er voða skrítið samt hvernig dansarar fara að þessu, ég er alltaf dauð eftir að hafa verið úti í þessum hita og á stundum erfitt með að halda orkunni í gegnum heilan danstíma, skeði í gær og hinn, eins og ég hafi bara ofhitnað hehe. Ég skil ekki alveg þetta lið, virðist ekkert fá á það. Eskimóinn með tunguna lafandi eins og voffi. Það er mikið af hundum hérna by the way, ég reyni að spjalla við eins marga og ég get. Þegar ég sé risastóra hunda þá get ég ekki annað en klappað þeim. Þeir eru svo sætir.
Hmmm.... hvar eru allar daglegu mannlegu hugsanirnar sem fljóta í hausnum á mér hérna á daginn... ég finn ekki neitt, er kannski búin að vera of upptekin. En kannski er þetta alveg nógu langt í bili, ég sló íslandsmet í lengd bloggs hérna í þarsíðasta pósti.
Vonandi líður ykkur öllum vel heima, og verið góð við dýrin ykkar.
:)
-Brynja
Svo ætla ég í whacking á morgun til Tyrone, en hann er einn af gömlu Soul Train dönsurunum. Ynnnndislegur gaur. Það er fullt í gangi hérna megin á hnetunni.
Fórum á the House dance conference á fimmtudaginn, en það er svona mest notorious partý á austurströndinni fyrir dansara. Þar koma bara allir saman. Punktur. Brian "Footwork" Green heldur þetta mánaðarlega, en hann er einn af þessum stóru fiskum. Ég ætla líka í einkatíma og opna tíma til hans, hef ekki komið mér að því ennþá samt. Fer á föstudaginn til hans í hiphop/whacking en hann er mest þekktur fyrir house... ég er bara búin að komast að því að ég fíla voða lítið house :/ Tweetie sagði mér samt að drulla mér bara í tíma, hehe. Og ég þori ekki annað en að prufa það. En partýið var mjög skemmtilegt, þar voru þeir allir samankomnir dansandi af sér bíhændið. Gotta love it.
Annars er ég ekki með miklar áhyggjur af lífinu þessa dagana, ég er mest uppveðruð yfir því þegar það eru of stórir súkkulaðibitar í frappochino-inu mínu þannig að þeir komast ekki upp rörið... life is good. Hugsa mjög mikið heim til Rafaels og stundum grípur mig einhver hræðsla, en ég er bara jákvæð. Það er voða skrítið samt hvernig dansarar fara að þessu, ég er alltaf dauð eftir að hafa verið úti í þessum hita og á stundum erfitt með að halda orkunni í gegnum heilan danstíma, skeði í gær og hinn, eins og ég hafi bara ofhitnað hehe. Ég skil ekki alveg þetta lið, virðist ekkert fá á það. Eskimóinn með tunguna lafandi eins og voffi. Það er mikið af hundum hérna by the way, ég reyni að spjalla við eins marga og ég get. Þegar ég sé risastóra hunda þá get ég ekki annað en klappað þeim. Þeir eru svo sætir.
Hmmm.... hvar eru allar daglegu mannlegu hugsanirnar sem fljóta í hausnum á mér hérna á daginn... ég finn ekki neitt, er kannski búin að vera of upptekin. En kannski er þetta alveg nógu langt í bili, ég sló íslandsmet í lengd bloggs hérna í þarsíðasta pósti.
Vonandi líður ykkur öllum vel heima, og verið góð við dýrin ykkar.
:)
-Brynja
2 Comments:
Þú venst hitanum á no time, verður orðin no-sweat pro eftir 2 vikur ;)
Þetta er svo endalaus snilld að þú sért bara að chilla með þessu fólki eins og ekkert sé! Brynja Péturs - officially of töff fyrir Ísland.
Þú manst dílinn, ég sé þig þarna eftir einhverja mánuði! :)
Luvluv E
Hehehehe. Þú ert svo klikkuð, það er frábært.
Jebb the deal is on, ég hlakka til :)
LuvLuv right back at ya!
Post a Comment
<< Home